Líka grímulaust á Kastrup

Nú geturðu tekið niður grímuna um leið og þú kemur út úr flugvélinni í Kaupmannahöfn. Mynd: CPH

Um leið og sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi hér á landi þá gátu farþegar gengið grímulausir um íslenskar flugstöðvar. Í Noregi og Svíþjóð á það sama við en það var fyrst í dag sem Danir fylgdu þessu fordæmi frænda sinna. Dönsk stjórnvöld voru engu að síður þau fyrstu á Norðurlöndunum til að fella niður allar aðgerðir innanlands til að draga úr útbreiðslu Covid-19.

Frá og með deginum í dag þurfa farþegar á leið héðan til Kaupmannahafnar því aðeins að setja á sig grímu í flugvélinni sjálfri. Aftur á móti geta þeir sem ferðast innan Skandinavíu skilið grímuna eftir heima.