Þeir sem tóku þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group haustið 2020 fengu í kaupbæti áskriftarrétt á nýjum hlutum í flugfélaginu sem gefnir hafa verið út í þremur lotum. Í gær lauk úthlutun á þeirri síðustu og skilaði hún flugfélaginu nærri 2,3 milljörðum samkvæmt kauphallartilkynningu.