Páskarnir jafnvel grímulausir

Frá Alicante á Spáni. Mynd: Cale Weaver / Unsplash

Ennþá er ætlast til að fólk sé með grímur innandyra á Spáni en á því gæti orðið breyting í bráð. Pedro Sanchez, forsætisráðherra landsins, boðar nefnilega breytingar á þeirri reglu mjög fljótlega eða um leið og heilbrigðsiráðherrann gefur grænt ljós samkvæmt frétt Travelmole.

Það gæti því farið svo að allur sá fjöldi íslenskra ferðamanna sem á bókaða Spánarreisu yfir páskana geti spókað sig þar um á veitingastöðum, söfnum og verslunum án grímu. En boðið verður upp á ferðir héðan til Tenerife, Barcelona, Alicante og Las Palmas á Kanarí fyri páskana.

Í sumar bætist svo við áætlunar- og leiguflug frá Keflavíkurflugvelli er Madrídar, Mallorca og Malaga. Auk þess ætlar hið nýja Niceair að fljúga frá Akureyri til Tenerife.