Segir gjald Icelandair hafa verið hátt og hækki nú enn meira

Það verður margfaldur munur á eldsneytisálagi íslensku alþjóðaflugfélaganna frá mánaðamótum. Forstjóri Play segir gjaldið þar á bæ bygga á einföldum útreikningum. Hann á von á góðu ferðamannaári þrátt fyrir verðhækkanir á farmiðum.

„Við ætlum ekki að selja okkar vörur undir kostnaðarverði þó vissulega ætlum við alltaf að vera með þeim sem bjóða bestu verðin á markaðinum," segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mynd: Play

Play tók upp sérstakt eldsneytisálag í byrjun síðustu viku og nemur það á bilinu 1.300 til 2.200 krónum á hvern fluglegg. Hjá Icelandair hefur lengi tíðkast að eyrnamerkja hluta farmiðaverðsins sem eldsneytisgjald og í dag getur það farið upp í 8.100 krónur í flugi frá Íslandi. Um mánaðamótin hækkar það um allt að helming.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.