Þotur Play ögn betur nýttar

Allt frá því að Play hóf starfsemi þá hefur sætanýtingin í þotum félagsins verið lakari en í alþjóðaflugi Icelandair. Í nýliðnum febrúar var hlutfallið hins vegar hærra Play. Þar var nýtingin 67 prósent en einu prósentustigi lakari hjá Icelandair eins og sjá má á línuritinu.

Umsvif Icelandair voru þó mun meiri því 109 þúsund farþegar nýttu sér millilandaflug félagsins á meðan rétt um tuttugu þúsund flugu með Play til og frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar Icelandair í innanlandsfluginu voru aðeins færri eða nærri sextán þúsund.

Í tilkynningum sem flugfélögin tvö sendu frá sér í dag er töluverður samhljómur þegar kemur að mati á áhrifum stríðsins í Úkraínu á reksturinn. Í tilkynningu Play segir að flugfélagið sé í góðri stöðu til að takast á við óvissuna, sem tengist heimsfaraldrinum og stríðsátökum í Evrópu, með sveigjanlegum rekstri.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, leggur líka áherslu á sveigjanleikann þar á bæ sinni tilkynningu.

„Stríðið í Úkraínu og áhrif þess skapa ákveðna óvissu en við munum halda áfram að nýta sveigjanleika í starfsemi okkar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komið geta upp,“ skrifar Bogi Nils.