Stjórn Icelandair lagði til að hluthafar félagsins myndu samþykkja nýtt kaupréttakerfi fyrir stjórnendur og sérvalda starfsmenn á aðalfundi samsteypunnar í lok síðustu viku. Tillagan var samþykkt en fyrir fundinn gaf lífeyrissjóðurinn Gildi það út fyrir að hinar boðuðu kjarabætur væru of umfangsmiklar og sjóðurinn myndi því greiða atkvæði gegn tillögunni.