Tvöfalt fleiri til útlanda í febrúar

Frá innritunarsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Mynd: Isavia

Það voru nærri 28 þúsund Íslendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í febrúar eða að jafnaði 999 á degi hverjum. Í janúar var meðaltali 491 íslenskur farþegi á dag.

Ferðagleði landans jókst því í stórum skrefum í síðasta mánuði en eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan þá flugu álíka margir Íslendingar út í heim þá og í febrúar árið 2016.

Erlendu farþegarnir voru aftur á móti á pari við að sem var í febrúar 2015.