101 þúsund erlendir farþegar

Graf af heimasíðu Ferðamálastofu

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 101 þúsund í nýliðnum marsmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Í sögulegu samhengi þá er um að ræða fimmta fjölmennasta marsmánuðinn frá því mælingar Ferðamálastofu hófust en brottfarir nú voru litlu færri en 2016 samkvæmt því sem segir á vef stofnunarinnar.

Bretar voru fjölmennastir í hópi erlendu farþeganna eins og áður á þessum tíma árs.

Frá áramótum hafa tæplega 245 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um tólf þúsund talsins. Enn er langt í land að ná þeim fjölda sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn en brottfarir erlendra farþega voru 458 þúsund talsins á tímabilinu janúar til mars árið 2019 eða 253 þúsund fleiri en á sama tímabili í ár.