Auðveldara fyrir þá bólusettu að ferðast til Tælands og Singapúr

Bangkok
Frá strætum Bangkok. Mynd: Dan Freeman / Unsplash

Allir þeir sem heimsækja Tæland í dag þurfa að fara í Covid próf fyrir brottför og aftur við komuna til landsins. Frá og með 1. maí heyra þessar kröfur hins vegar sögunni til samkvæmt nýrri tilskipun stjórnvalda. Áfram er þó ætlast til að ferðafólk skrái sig fyrir ferðalagið og framvísi þá bólusetningarskirsteini og sýni fram á ferðatryggingu.

Þeir óbólusettu geta ferðast til Tælands ef þeir framvísa neikvæðum niðurstöðum úr PCR-prófi eða fara í fimm daga sóttkví í byrjun dvalar. Telja má líklegt að fáir velji seinni kostinn þó hans sé í boði.

Í Singapúr hafa ráðamenn líka slakað á sóttvarnaraðgerðum til að laða til þangað fleiri ferðamenn. Frá og með þriðjudeginum næsta mega því þeir bólusettu ferðast til landsins án þess að fara í próf fyrir brottför.