Fyrir heimsfaraldur var nærri útilokað fyrir flugfélög að fá lendingarleyfi á Heathrow flugvelli í London nema borga fyrir þau milljarða króna. Af þeim sökum horfðu stjórnendur bandaríska lágfargjaldaflugfélagsins Jetblue til þess að þotur þeirra myndu lenda á Gatwick flugvelli þegar félagið myndi hefja áætlunarflug til Bretlands.