Bílastæðin full

Mynd: Isavia

Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á ferðalögum þessa dagana þá eru bílastæðin við Keflavíkurflugvöll nú þegar fullbókuð næstu daga. Af þeim sökum hvetur Isavia farþega til að notfæra sér aðra samgöngumáta, líkt og hópbifreiðar, leigubíla, skutl eða strætó. 

Á árunum fyrir Covid-19 var það árviss viðburður að bílastæðin á Keflavíkurflugvelli fylltust yfir páska. Þrátt fyrir að tíðar sætaferðir út á flugvöll frá höfuðborgarsvæðinu. Núna eru rúturferðir að jafnaði 35 á dag líkt og Túristi fjallaði nýverið um.