Draga í land með sveigjanlegri reglur

Spánn er vinsæll áfangastaður hjá Bretum líkt og raunin er meðal Íslendinga. Mynd: Aena

Spænsk ferðamálayfirvöld tilkynntu í gær að óbólusettum Bretum yrðu nú hleypt yfir landamærin svo lengi sem þeir framvísuðu nýjum og neikvæðum niðurstöðum úr Covid-19 prófi. Nú hefur þessi tilkynning verið afturkölluð og áfram ætla Spánverjar eingöngu að hleypa inn í landið ferðafólki sem hefur verið bólusett eða getur sýnt fram á nýlegt smit af kórónuveirunni.

Börn sem ekki eru orðin tólf ára sleppa þó við þessar kröfur. Samkvæmt frétt Travelmole þá ferðuðust að jafnaði fimmtíu þúsund Bretar á dag til Spánar.