Ekki fleiri vegabréf síðan sumarið 2017

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Íslenskar ferðaskrifstofur tóku við greiðslum frá Íslendingum upp á nærri tvo milljarða króna í síðasta mánuði. Svo mikil voru viðskiptin ekki í mars árin fyrir heimsfaraldur. Inní þessari tölu eru ekki farmiðakaup Íslendinga hjá íslensku flugfélögunum en sumaráætlun Icelandair og Play gerir ráð fyrir að Íslendingar verði á ferðinni í sumar.

Og miðað við nýjar tölur Þjóðskrár þá er útlit fyrir að margir séu á leið frá landinu því í mars voru gefin út 4.640 vegabréf. Leita þarf aftur til ágúst árið 2017 til að finna meiri útgáfu eins og sjá má á grafinu.