Ekki krafa um grímur í ferðum Play til Bandaríkjanna

Fyrsta ferð Play til Bandaríkjanna er á dagskrá á miðvikudaginn. Mynd: London Stansted

Farþegar á leið frá Keflavíkurflugvelli til Evrópu þurfa nú í fæstum tilvikum að vera með grímur í flugferðinni. Öðru máli gegnir um ferðalög til Bandaríkjanna því í síðustu viku framlengdu bandarísk sóttvarnaryfirvöld gildistíma reglunnar um grímunotkun í almenningssamgöngum og farþegaflugi til 3. maí næstkomandi.

Nú er hins vegar allt í lausu lofti hvað þetta varðar því í gær kvað alríkisdómari í Flórídafylki upp þann úrskurð að grímuskylda í almenningssamgöngum ætti sér ekki stoð í lögum landsins. Í kjölfarið gáfu bandarísk flugfélög út að farþegar gætu nú sjálfir ákveðið hvort þeir væru með grímur eða ekki. Það ætti líka við um þá sem fljúga til landa þar sem grímuskylda hefur verið felld niður.

Og samkvæmt svari frá Play þá verður ekki gerð krafa um notkun á andlitsgrímum í flugferðum félagsins til Bandaríkjanna. En þangað fer félagið sína fyrstu áætlunarferð á miðvikudaginn, nánar tiltekið til Baltimore-Washington flugvallar. Í framhaldinu munu þotur

Túristi hefur einnig óskað eftir upplýsingum frá Icelandair um hvort grímuskyldan í flugi félagsins til Bandaríkjanna heyri nú sögunni til. Svarið verður birt þegar það berst.