Farmiðar sem hægt er að færa yfir á annan

Sveigjanlegri farmiðar í pípunum hjá stærsta lágfargjaldaflugfélagi Bandaríkjanna. Mynd: Southwest Airlines

Hjá flugfélögum er reglan almennt sú að eingöngu sá sem skráður er fyrir flugmiða getur notað hann. Amma sem ætlar að passa barnabarn í útlöndum má ekki láta afann fá miðann sinn ef hún veikist og landsliðsmaður sem meiðist daginn fyrir keppnisferð getur ekki fært miðann yfir á varamann. Við þessar óviðráðanlegur aðstæður er réttur farþeganna því lítill. Nema hjá þeim sem bóka dýrustu fargjöldin.

Nú sjá stjórnendur Southwest Airlines, stærsta lágfargjaldaflugfélagi Bandaríkjanna, hins vegar tækifæri í að vera sveigjanlegir þegar kemur að nafnabreytingum jafnvel þó miðarnir hafi kostað lítið. Á næstu vikum ætlar félagið nefnilega að rýmka reglurnar og leyfa farþegum að afbóka farmiða og færa inneignina yfir á einhvern annan.

Þessi valkostur verður í boði fyrir þá sem kaupa miða í nýjum fargjaldaflokki sem verður jafnframt sá næst ódýrasti hjá Soutwest Airlines. Farþegar með alla ódýrustu miðana mega samt áfram breyta þeim en verða þá sjálfir að nota inneignina.

Vegna óvissunnar sem Covid-19 olli þá tóku flugfélög upp þess háttar skilmála en eru núna að fella þá úr gildi. Til marks um það þá geta þeir sem kaupa Economy Light miða hjá Icelandair ekki lengur breytt sínum ferðaplönum.