Samfélagsmiðlar

Gerir ráð fyrir lengri bið eftir ferðamönnum frá Asíu en vonast til að Íslendingar haldi áfram að fjölmenna á hótelin

Forstjóri Íslandshótelanna ræðir hér áform um uppbyggingu á Akureyri, eignarhald Landsbankans í hótelgeiranum og þrýsting á hærra gistiverð.

Davíð Torfi Ólafsson

Davíð Torfi Ólafsson er forstjóri Íslandshótelanna.

Nú eru ellefu af sautján hótelum Íslandshótela opin en frá og með 1. maí verða gestir á þeim öllum. Í júní verðu svo hið nýja Hótel Reykjavík Saga í Lækjargötu tekið í notkun. Staðan er því gjörbreytt frá því í heimsfaraldrinum því á tímabili var aðeins eitt af hótelum fyrirtækisins opið.

Fjögur til viðbótar voru reyndar rekin sem sóttvarnarhótel og spurður hvort slitin á herbergjunum á þeim hafi verið meiri en í hefðbundnum rekstri þá segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, að álagið hafi verið mismunandi en mest þar sem gestir dvöldu dögum saman inn á herbergjunum.

Heimamenn skemmtileg viðbót

Á tímum Covid-19 hafa Íslendingar sem og aðrar þjóðir ferðast mun meira um eigið land. Íslensk ferðaþjónusta hefur hins vegar að mestu gert út á erlenda gesti á meðan skiptingin á milli heimamanna og útlendinga hefur verið mun jafnari á stærri mörkuðum. Fyrir heimsfaraldur var hlutfall erlendra gesta hjá Íslandshótelunum til að mynda níutíu prósent. Davíð Torfi segist hins vegar svo sannarlega vonast til að heimamarkaðurinn vegi þyngra á hótelunum til framtíðar enda séu íslenskir ferðamenn mjög skemmtileg viðbót við kúnnahópinn.

Þó Íslandshótelin séu umsvifamesta fyrirtækið á sínum sviði hér á landi þá er ekkert hótel á Akureyri innan keðjunnar. Spurður hvort ekki sé nauðsynlegt að gera breytingu á því þá bendir Davíð Torfi á að fyrirtækið eigi Sjallann og hafi látið hanna hótel á þeim reit. „Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir þar á næstu árum,“ bætir hann við.

Lengri bið eftir ferðamönnum frá Kína

Nú er sumarvertíðin framundan og sú ætti að verða sú fyrsta í þrjú ár sem áhrif farsóttarinnar verða í lágmarki. En þrátt fyrir að óvissan varðandi ferðalög sé mun minni en áður þá segir Davíð Torfi að ennþá komi bókanir með mjög stuttum fyrirvara. Að öðru leyti segir hann að markaðurinn sé svipaður og áður fyrr, til dæmis varðandi dvalartíma.

Það verður hins vegar lengri bið eftir ferðamönnum frá Asíu fjölmenni til landsins að mati Davíðs Torfa. „Við gerum ekki ráð fyrir að kínverskir ferðamenn komi hér í stórum stíl á þessu ári. Það er ennþá allt lokað þar og ekki útséð með að það sé að breytast mikið á næstunni.“

Líklegt að Landsbankinn selji

Einn helsti keppinautur Íslandshótelanna eru Keahótelin en móðurfélag þeirrar hótelkeðju varð gjaldþrota í byrjun síðasta árs. Gömlu eigendurnir héldu þó eftir 65 prósent hlut og Landsbankinn eignaðist 35 prósent og er því stærsti einstaki hluthafinn í Keahótelunum. Aðspurður hvort hann telji að bankinn losi sig við þennan hlut þá segir Davíð Torfi að hann telji það líklegt en segist þó ekki vita í hvaða formi það verði gert.

Endurskoðun á verðlagningu

Síðustu vikur hafa stjórnendur íslensku flugfélaganna boðað hækkun fargjalda með hærra eldsneytisálagi og þessi verðþróun gæti líka skilað sér í gistigeiranum. Davíð Torfi segist reyndar ekki getað tjáð sig um það beint hvort verðlag á hótelum sé á uppleið en bendir á að verðlagningu verði að endurskoða í ljósi hækkandi rekstrarkostnaðs.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …