Grikkir slaka á reglunum

Frá bænum Oia á eyjunni Santorini. Mynd: Matt Artz / Unsplash

Allir þeir sem eru fullbólusettir vegna Covid-19 geta ferðast til Grikklands án nokkurra takmarkanna frá og með 1. maí. Einnig verður ekki ætlast til að fólk framvísi bólusetningarskirteinum á veitingastöðum og börum. Grísk stjórnvöld kynntu ákvörðun sína um þessar breytingar í gær.

Áfram er þó gerð krafa um grímunotkun innandyra í Grikklandi en sú regla verður endurskoðuð í næsta mánuði samkvæmt frétt The Independent.

Í sumar verður hægt að fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til Krítar á vegum ferðaskrifstofanna Heimsferða og Úrval-Útsýn en engar ferðir eru í boði til annarra hluta Grikklands.