Eftir að greiðsluskjóli ferðaþjónustufyrirtækisins Allrahanda Gray Line lauk síðastliðið sumar óskuðu forsvarsmenn fyrirtækisins eftir heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar með nauðasamningum. Þeirri leið hefur dómskerfið hafnað. Nú síðast með úrskurði Hæstaréttar í byrjun mars.