Samfélagsmiðlar

Íslandsflugið frá Riga komið í gang á ný

Nú munu þotur lettneska flugfélagsins airBaltic aftur verða fastagestir á Keflavíkurflugvelli.

Um kaffileytið í dag lenti þota á vegum airBaltic á Keflavíkurflugvelli en ferðir félagsins hingað frá Riga, höfuðborg Lettlands, hafa legið niðri að undanförnu. Félagið gerir ráð fyrir þremur brottförum í viku hér eftir. 

„Við höfum verið mjög ánægð með þessa flugleið en hún er með þeim lengri hjá okkur því flugtíminn er um fjórir klukkutímar. Ég þekki sjálfur fólk sem hefur ferðast um þetta fallega land og við finnum fyrir mikilli eftirspurn eftir ferðum þangað. Mest er þetta farþegar á leið í frí en líka fólk í vinnuferð. Við erum því ánægð með að vera komin af stað á ný enda flogið lengi til Íslands,” segir Martin Gauss, forstjóri airBaltic í samtali við Túrista.

Spurður hvort Íslendingar nýti sér flugið til Lettlands þá segir Gauss að það séu að mestu farþegar sem byrja ferðalagið í Riga sem séu um borðí þotunum. Það sé þó líka hópur sem fljúgi frá Íslandi til Riga en haldi svo ferðalaginu áfram þaðan. Í fyrra hafi flestir í þeim hópi flogið með airBaltic til Vilnius og Tallinn en þar á eftir kom Kænugarður, Helsinki, Moskva og Sankti Pétursborg. 

Gauss undirstrikar að þessar upplýsingar eigi við um síðasta ár sem hafi ekki verið hefðbundið vegna farsóttarinnar.

Ljóst er að á næstunni munu farþegar airBaltic ekki fljúga til Rússlands eða Úkraínu. Forstjóri flugfélagsins leggur þó áherslu á að um leið og óhætt er að hefja flug til Úkraínu á ný þá verði það gert. En um sjö prósent af umsvifum airBaltic tengdust áætlunarflugi til úkraínskra borga á meðan vægi Rússlandsflugsins var um helmingi minni.

Fyrir áhugasama lesendur um flugvélar þá má geta þess að lettneska flugfélagið er það eina sem flýgur til og frá Keflavíkurflugvelli sem nýtir nýjar Airbus A220 þotur í ferðir sínar. Flugfloti félagsins samanstendur í dag eingöngu af þotum af þessari gerð. 

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …