Þeir sem bóka í dag vikuferð til New York í júlí mega gera ráð fyrir að borga að jafnaði 62 þúsund krónur fyrir flugmiða út og heim aftur. Verðlagið er þó ólíkt hjá þeim fjórum flugfélögum sem ætla að halda úti daglegum ferðum milli Keflavíkurflugvallar og heimsborgarinnar í sumar.