Mikill munur á fargjöldunum til Prag

Í sumar verður hægt að velja á milli allt að fimm ferða í viku til Prag. Mynd: Alejandro Cartagena / Unsplash

Í sumar munu bæði Czech Airlines og Play fljúga héðan til höfuðborgar Tékklands. Þotur Play fljúga tvisvar í viku á meðan tékkneska flugfélagið verður með allt að þrjár ferðir í viku. Og eins og staðan er í dag þá er verðlagningin hjá félögunum tveimur harla ólík. Farþegar tékkneska félagsins þurfa þannig að borga hátt í helmingi meira fyrir farið frá Keflavíkurflugvelli til Prag í júní en þeir sem kaupa miða hjá Play.

Meðalfargjaldið fyrir aðra leiðina er tæpar 15 þúsund krónur hjá Play en rúmlega 28 þúsund krónur hjá Czech Airlines. Í júlí hækka fargjöldin og munurinn á félögunum tveimur minnkar en svo breikkar bilið á ný í ágúst eins og sjá má á grafinu.

Í könnun Túrista er eingöngu horft til farmiðaverðsins frá Íslandi til Tékklands en hjá báðum flugfélögum borga farþegar aukalega fyrir innritaðan farangur. Hjá Play þarf líka að greiða fyrir hefðbundinn handfarangur.

Smelltu hér til að gera eigin verðsamanburð á farmiðaverði til Prag, bæði fyrir beint flug og með millilendingu.