Fyrir heimsfaraldur var Icelandair ávallt með samning um fast verð á helmingi af eldsneytisþörfinni til næstu tólf mánaða. Auk þess samdi félagið um verð á tíund af notkuninni til næstu 13 til 18 mánaða. Svona eldsneytisvarnir eru algengar í fluggeiranum enda veita þær ákveðinn fyrirsjáanleika í rekstrinum því kaup á þotueldsneyti er næststærsti kostnaðarliðurinn hjá flugfélögunum á eftir launum starfsfólks.