Norse Atlantic Airways hóf sölu farmiða í gær en félagið ætlar sér stóra hluti í flugi milli Norður-Ameríku og Evrópu með fimmtán Boeing Dreamliner þotum. Forsvarsmenn félagsins gáfu það út í vetur að heimahöfn Norse í New York yrði Stewart flugvöllur fyrir norðan stórborgina. Sami flugvöllur og Play ætlar að notast við fyrir sínar ferðir til New York.