Samfélagsmiðlar

Samruni ferðaskrifstofanna fær grænt ljós

Úrval-Útsýnar og Heimsferðir verða nú báðar hluti af Ferðaskrifstofu Íslands.

Samkeppniseftirlitið hefur gefið heimild fyrir yfirtöku Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef eftirlitsins.

Þar segir kaupin séu heimiluð á grundvelli sáttar sem samrunaaðilar hafa gert við eftirlitið. Í því felst meðal annars að sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum sameinaðs fyrirtækis.

„Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Er það tekið sérstaklega fram að þessi réttur keppinauta eigi ekki við um ferðaskrifstofustarfsemi Icelandair.

Kynnt var um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum í árslok 2020 og hafa viðskiptin því verið til skoðunar í nærri sextán mánuði. Þó ekki sleitulaust því síðastliðið haust var umsókn um samruna dregin tilbaka eftir að frummat Samkeppniseftirlitsins, um að sameining fyrirtækjanna væri skaðleg, lág fyrir.

Samruninn var tilkynntur á ný með breyttum sniði og hefur hann nú fengið grænt ljós hjá Samkeppniseftirlitinu. Þar með verður til stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að sölu pakkaferða til útlanda en það eru ferðir þar sem flug og gisting eru seld saman.

Það eru þó vísbendingar um að mjög stór hluti Íslendinga kaupi flug til sólarlanda og gistingu í sitthvoru lagi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs flugu til að mynda um 26 þúsund farþegar frá Íslandi til Tenerife, Alicante og Las Palmas. Um fjórar af hverjum fimm flugu með annað hvort Icelandair eða Play. Rétt um fimmtungur nýtti sér leiguflug á vegum ferðaskrifstofanna tveggja sem nú sameinast.

Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, mun eiga 70 prósent hlut í sameinuðu fyrirtæki á meðan Arion banki, eigandi Heimsferða, heldur eftir þrjátíu prósent hlut. Bankinn eignaðist Heimsferðir í uppgjöri sínu við Andra Má Ingólfsson sumarið 2019.

Þessi grein er öllum opin en stór hluti þeirra frétta sem Túristi birtir er aðeins fyrir áskrifendur. Ef þú vilt bætast í þann hóp þá kaupir þú áskriftina hér.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …