Malasíska fyrirtækið Berjaya Land keypti 75 prósent hlut í Icelandairhótelunum fyrir þremur árum síðan og stuttu eftir að Covid-19 faraldurinn hófst var gengið frá sölu á síðasta fjórðungnum. Í heildina fékk Icelandair Group nærri sjö milljarða króna fyrir þetta næststærsta hótelfyrirtæki landsins.