Samfélagsmiðlar

Tækifæri til prófa fleiri staði en Tenerife

„Í dag er Tenerife yfirfull af Íslendingum. Það eru aðrar eyjar, t.d. Fuentventura eða Lanzarote sem bjóða samskonar hótel, sama veður en oft á tíðum betra verð," segir Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, sem horfir til nýrra áfangastaða.

Yfirtaka Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum fékk grænt ljós hjá Samkeppniseftirlitinu í gær eftir að hafa verið til skoðunar í sextán mánuði. Úrval-Útsýn og Heimsferðir verða því hluti af sameinuðu fyrirtæki og þar fer Pálmi Haraldsson með stærstan hlut eða 72,5 prósent.

Spurður hvað áhrif sameiningin hafi á starfsemina þá segir Pálmi að stóra breytingin séu nýir möguleikar á að fara eigin leiðir.

„Nú getum við aukið úrvalið af eigin ferðum og verið harðari í samkeppni við áætlunarflugið þó við setjum ekki í forgang að selja stök flugsæti. Um leið horfum við til þess að sækja fram með nýjum áfangastöðum sem eru ekki í boði á íslenska markaðnum í dag. Til að mynda í Grikklandi, Króatíu og Tyrklandi. Við eigum líka kost á því að fá breiðþotur sem gætu nýst í ferðir til fjarlægari landa, til að mynda í Asíu og Karabíska hafinu. Með samrunanum getum við framkvæmd ýmislegt sem var ekki hægt áður. Um leið aukast valkostirnir fyrir hinn íslenska ferðalang. Hvort sem hann ætlar í sólarlandaferð, borgarferð eða heimsækja framandi slóðir,“ segir Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands.

Af þeim nærri 26 þúsund farþegum sem flugu frá Íslandi til Alicante, Tenerife eða Kanarí fyrstu þrjá mánuði þessa árs þá var rétt um fimmtungur sem nýtti sér leiguflug ferðaskrifstofanna. Það er vísbending um að langflestir Íslendingar kaupi flug og hótel í sitthvoru lagi. Pálmi telur þó að markaðurinn fyrir pakkaferðir verði áfram til staðar og nú sé hægt að auka þjónustuna.

„Hjá okkur snýst þetta um að bjóða upp á ferðir á góðan og öruggan stað þar fólk fær þá þjónustu sem það vill. Með samruna ferðaskrifstofanna þá getum við til að mynda í meira mæli boðið upp á fararstjóra og krakkaklúbba. Hingað til hefur smæðin gert það að verkum að við höfum ekki geta verið með álíka starfsemi á áfangastöðunum og skandinavískar ferðaskrifstofur geta. Núna sjáum við hins vegar fram á að komast nær því,” útskýrir Pálmi. 

Íslendingar hafa fjölmennt á nýjan leik til Tenerife síðustu misseri og áfram er gert ráð fyrir tíðum ferðum til eyjunnar. Í sumar stefnir til að mynda í allt að átta ferðir í viku frá Keflavíkurflugvelli og eina frá Akureyri.

Sérðu fyrir þér að það fari að draga úr þessari miklu eftirspurn eftir ferðum til Tenerife?

„Já, vissulega. Ég get ekki ímyndað mér það fólk hafi áhuga á að vera á ferðalagi út í heimi en sitja svo eingöngu með öðrum Íslendingum á veitingastað. Bara eins og þú sért í Reykjavík. Fólk vill frekar upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýrri menningu þegar það ferðast. Í dag er Tenerife yfirfull af Íslendingum. Það eru aðrar eyjar, t.d. Fuentventura eða Lanzarote sem bjóða samskonar hótel, sama veður en oft á tíðum betra verð. Lanzarote er einstök og Ferðaskrifstofa Íslands hefur góða reynslu þar á meðan Heimsferðir hafa verið á Fuentvetura. Það opnast því möguleikar á að prófa eitthvað annað en Tenerife.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …