Samkeppnisyfirvöld gáfu í morgun samþykki sitt fyrir yfirtöku Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum en þó með fyrirvörum. Sameinað félag verður til að mynda að selja keppinautum sínum sæti í leiguflug en þó ekki Icelandair eða ferðaskrifstofunni Vita sem eru í eigu flugfélagsins.