Þurfa ekki lengur að mæta á kontorinn

Þeir sem vinna hjá Airbnb mega nú velja hvar þeir sinna vinnunni. Sérstaklega er fólk hvatt til að ferðast út í heim. Mynd: Airbnb

Nú kjölfar heimsfaraldurs hefur frelsi margra til að velja hvar þeir vinna vinnuna sína aukist gríðarlega. Og þessi þróun hefur ekki farið fram hjá þeim hjá Airbnb því þar hefur eftirspurn eftir leigu á húsnæði í nokkrar vikur í einu aukist umtalsvert.

Við þann kúnnahóp gætu starfsmenn gistimiðlunarinnar sjálfrar bæst í þúsundatali á næstunni því þeir þurfa ekki lengur að mæta skrifstofur fyrirtækisins nema þeir vilji. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var á starfsmenn Airbnb í gær.

Þar greinir forstjóri og stofnandi Airbnb, Brian Chesky, frá því að starfsfólki geti nú sjálft valið hvort það mæti á kontorinn eða ekki. Hann hvetur sitt fólk sérstaklega til að leigja sér húnsæði á vegum Airbnb í þeim 170 löndum sem fyrirtækið er með gistikosti á leigu.

Þetta er þó þeim takmörkunum háð að fólk búi ekki á hverjum stað í meira en þrjá mánuði í einu því annars flækjast málin varðandi skatt og aðrar opinberar greiðslur.

En til að halda hópnum saman á mun Airbnb efna til funda og samkoma reglulega þar sem ætlast er til að starfsmennirnir komi saman og fari yfir stöðuna.