Icelandair er komið með tólf Max þotur og von á er tveimur til viðbótar fyrir sumarvertíðina. Þær tvær eru teknar á leigu hjá flugvélaleigu í Dubaí. Flugfélagið sjálft er aðeins skráður eigandi að fjórum Max þotum en fleiri gætu bæst við þann hóp fyrr en síðar.