„Við höfum skoðað það verð sem samkeppnisaðilar okkar hafa boðið upp á til og frá svæðinu og teljum okkur auðveldlega geta boðið mun lægra verð á þessari vinsælu flugleið." Þetta sagði sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, þann 23. febrúar sl. þegar flugfélagið hóf sölu á farmiðum til Orlando í Flórída og skoraði þar með Icelandair á hólm í flugi til borgarinnar.