Ferðamenn frá Sviss hafa verið mun fleiri hér á landi en Austurríkismenn þrátt fyrir að jafn margir búi í þessum nágrannaríkjum. Framboð að Íslandsflugi frá Sviss hefur líka verið mun meira en frá Austurríki. Þotur Icelandair fljúga þannig reglulega til bæði Zurich og Genfar á meðan ferðir félagsins til Austurríkis takmarkast við skíðaferðir fyrir Íslendinga.