Gistinætur útlendinga á íslenskum hótelum í mars voru 256 þúsund talsins eða fjórðungi færri en á sama tíma árið 2019. Frakkar og nokkrar fleiri þjóðir keyptu hins vegar fleiri nætur á íslenskum hótelum í mars síðastliðnum en þær hafa áður gert á þessum tíma árs.