„Einn miða til Iceland, takk fyrir!“

Áhöfn fyrsta flugsins ásamt Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála. Mynd: Icelandair

Jómfrúarferð Icelandair til Raleigh-Durham flugvallar í Norður-Karólínufylki Bandaríkjanna var farin í dag og munu þotur félagsins fljúga þessa leið fjórum sinnum í viku fram til loka október.

„Á árinu höfum við hafið flug á ný til fjölda kunnuglegra borga en nú kynnum við til sögunnar nýjan áfangastað í fyrsta sinn síðan 2018. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi og Raleigh-Durham er áfangastaður sem smellpassar inn í leiðakerfi okkar. Norður-Karólína er spennandi svæði fyrir Íslendinga að heimsækja auk þess sem flug okkar opnar mjög hentugar tengingar fyrir íbúa Norður-Karólínu bæði til Íslands og áfram til fjölda áfangastaða í Evrópu,“ skrifar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu.

Og stjórnendur Raleigh-Durham flugvallar eru spenntir fyrir komu Icelandair eins og sjá má á tístinu hér fyrir neðan.