Á alþjóðaflugvöllum er innanlandsflug vanalega stór hluti af starfseminni en svo er ekki á Keflavíkurflugvelli. Þaðan fljúga allar flugvélar til útlanda. Icelandair samsteypan spreytti sig þó á ferðum milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar á árunum 2017 til 2019 en með hléum.
Þarna var þó ekki um hefðbundið innanlandsflug að ræða.
Íbúar á Reykjanesi gátu til að mynda ekki innritað sig í flug til Akureyrar í Leifsstöð og Akureyringur á leið til Sandgerðis mátti ekki fljúga með heldur varð að fara til Reykjavíkur.