Stærsti hluthafinn í Icelandair Group er bandaríski sjóðurinn Bain Capital Credit sem fer með 15 prósent hlut. Sjóðurinn á rétt á að auka hlutdeildina upp í 18 prósent nú í sumar og ef af verður þá munu viðskiptin færa Icelandair 2,3 milljarða króna.