Niceair á Akureyri hefur bætt bresku borginni Manchester við vetraráætlun sína. Flogið verður á mánudags- og föstudagsmorgnum frá og með byrjun október. Um leið færast ferðir félagins til London yfir á þriðjudaga og laugardaga.
Þeir Bretar sem vilja fljúga beint norður í vetur geta því valið á milli ferða þangað frá þessum tveimur borgum. Þeir Bretar sem nýttu sér Íslandsflug beint til Akureyrar í ársbyrjun 2018 og 2019 komu hins vegar frá mun minni borgum.