Samfélagsmiðlar

Gera ráð fyrir ennþá hærri fargjöldum

Framboð á sætum á vegum Lufthansa samsteypunnar í ár verður 75 prósent af því sem var árið 2019.

Núna seljast fleiri flugmiðar á degi hverjum hjá Lufthansa Group en á sama tíma árið 2019. Farmiðaverðið á lengri flugleiðum, sérstaklega milli Norður-Ameríku og Evrópu, er að sama skapi orðið hærra en það var fyrir þremur árum síðan. Og stjórnendur þýsku samsteypunnar gera ráð fyrir að fargjöldin hækki áfram næstu mánuði. Þetta kom fram í máli þeirra á afkomufundi fyrirtækisins í morgun.

Þrátt fyrir batamerkin þá tapaði Lufthansa Group 584 milljónum evra fyrstu þrjá mánuði ársins en sú upphæð jafngildir 81 milljarði króna. Tapið var rétt um 6.400 krónur á hvern farþega en til samanburðar þá tapaði Icelandair ríflega tvöfalt meira á hverjum farþega á fyrsta ársfjórðungi eða um 14.800 krónum.

Hátt olíuverð er eitt af þeim atriðum sem dregur niður afkomu flugfélaga um þessar mundir. Lufthansa samsteypan hefur tryggt sér fast verð á 63 prósentum af olíunotkun sinni í ár á lægra verði en nú ríkir. Á næsta ári er félagið með samninga um fast verð á 29 prósent af notkuninni.

Innan Lufthansa samsteypunnar flugfélög eins og Austrian, Eurowings og Edelweiss sem öll fljúga hingað til lands auk hins þýska Lufthansa. Umsvif félaganna á Keflavíkurflugvelli í ár verð aðeins meiri en þau voru árið 2019 og til að mynd stefnir Eurowings á að fljúga hingað í fyrsta sinn yfir vetrarmánuðina.

Nýtt efni

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …