Gera ráð fyrir frekari töfum á meirihluta flugvalla í sumar

Frá Schiphol flugvellií Amsterdam en þar hafa orðið verulegar tafir síðustu daga og vikur. Mynd: Schiphol

Það eru ekki bara flugfélög sem eiga í vandræðum með að finna starfsfólk því á mörgum flugvöllum er staðan litlu betri. Á tveimur af hverjum þremur flugvöllum í Evrópu má því reikna með að tafir á flugumferð muni aukast í sumar frá því sem nú er. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla sem lögð var fyrir stjórnendur flughafna í Evrópu.

Um þriðjungur svarenda geri ráð fyrir að mannekla muni áfram valda vandræðum í rekstri flugvalla eftir að sumarvertíðinni lýkur.