Hestaherferðin fær góðar undirtektir

Með aðstoð risavaxins lyklaborðs sem var sérsmíðað fyrir hófa hafa íslenskir hestar skrifað svör sem ferðamenn geta nýtt sér fyrir sjálfvirka svörun tölvupósta meðan á fríinu stendur til að undirstrika enn frekar að það er í fríi Mynd: Íslandsstofa

„Við erum að fá mjög jákvæð viðbrögð við herferðinni sem er gleðilegt,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, um nýja kynningarherferð sem hleypt var af stokkunum í síðustu viku.

Þar eru ferðamenn hér á landi hvattir til að láta íslenska hestinn sjá um að svara tölvupóstum fyrir sig á meðan á dvölinni stendur. Og þörfin fyrir þessa þjónustu er til staðar því samkvæmt alþjóðlegri könnun sem Íslandsstofa lét framkvæma kemur fram að 55 prósent aðspurðra skoða vinnupóstinn sinni einu sinni eða oftar á dag á meðan þau eru í fríi. Þá sögðu sögðu nærri sex af hverjum tíu að þeim þætti sem yfirmenn, samstarfsmenn og viðskiptavinir ætluðust til þess að fá svar frá þeim meðan á fríi stæði, og einungis 44 prósent sögðust koma úthvíld til vinnu eftir frí.

„Við viljum vekja athygli á því að fólk á rétt á að vera í fríi í fríinu sínu, og jafnframt koma á framfæri sterkum skilaboðum um hvað Ísland er einstakur áfangastaður með því að tala beint til þessa stóra hóps ferðamanna sem vill komast í raunverulegt frí,“ segir Sigríður Dögg.

Auglýsing Íslandsstofu: