Horfa líka til Möltu

Wizz Air íhugar að hefja útgerð á flugvellinum á Möltu. Mynd: Malta Airport

Umsvifamesta erlendra flugfélagið á Keflavíkurflugvelli er hið ungverska Wizz Air sem er jafnframt orðið næststærsta lágfargjaldafélagið í Evrópu. Reksturinn er þó farinn að teygja sig út fyrir álfuna því í árslok 2019 stofnaði Wizz Air nýtt flugfélag ásamt ráðamönnum í Abu Dhabi.

Samstarf við stjórnvöld í Sádí Arabíu um undirbúning flugreksturs þar í landi var svo kynnt í síðustu viku.

Og unverska félagið lætur ekki þar við sitja því samkvæmt tilkynningu dagsins þá eru stjórnendur Wizz Air að íhuga stofnun nýs flugfélags á Miðjarðarhafseyjunni Möltu. Þar er helsti keppinauturinn, Ryanair, stórtækur. Bæði í eigin nafni og eins með stórum eignarhlut í flugfélaginu Malta Air.