Sameining Kynnisferða og fjárfestingasjóðsins Eldeyjar var samþykkt af Samkeppniseftirlitinu fyrir ári síðan og nú hefur fyrirtækið fengið nýtt heiti, Icelandia. Í tilkynningu segir að þetta sé regnhlífaheiti sem nái utan um starfsemi Reykjavik Excursions/Kynnisferða, Icelandic Mountain Guides, Iceland Rovers, Dive.is og Flybus.