Þrátt fyrir að eftirspurn eftir flugmiðum hafi aukist og fargjöld séu á uppleið þá lækkar gengi hlutabréfa í norrænna flugfélögum. Markaðsvirði Icelandair hefur til að mynda lækkað um fjórtan prósent síðastliðinn mánuð og niðursveiflan hjá Play nemur átján prósentum.