Ítalir draga úr sóttvarnaraðgerðum

Bologna er ein þeirra ítölsku borga sem hægt verður að fljúga til beint frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Mynd: Daniel Sessler / Unsplash

Þeir Íslendingar sem ætla að nýta sér óvenju mikið framboð á flugi héðan til Ítalíu á næstunni þurfa ekki hafa áhyggjur af því að skrá sig inn í landið. Ítölsk stjórnvöld hafa nefnilega fellt niður kröfuna um að allir útlendingar skrái sig sérstaklega fyrir komuna. Nú nægir að sýna bólusetningarvottorð eða neikvæða niðurstöður úr Covid-19 prófi. Eins geta þeir sem hafa fengið veiruna síðustu sex mánuði framvísað vottorði um slíkt í staðinn.

Ítalir hafa einnig slakað á reglum um notkun á grímum. Nú þarf ekki lengur að nota þeir á veitingastöðum, börum og verslunum en aftur á móti þarf að setja upp grímu þegar sest er upp í lest, leigubíl eða rútu og eins í kvikmyndahúsum og tónleikastöðum. Þessar reglur gilda að minnsta kosti til 15 júní.