Eftirspurn eftir flugferðum er mikil þessa dagana og útlitið gott fyrir sumarið eins og sjá má á yfirlýsingum stjórnenda flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja hér heima og víða annars staðar. Verð á flugi er líka á uppleið eins og neytendur finna fyrir. Sú breyting skilar sér þó ekki að öllu leyti til flugfélaganna því rekstrarkostnaðurinn hefur rokið upp í takt við miklar hækkanir á olíu.