„Erlendir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á reksturinn, engin spurning. Við sáum til að mynda mikinn mun í sölu á veitingastöðum og hótelum eftir fall Wow Air og að sjálfsögðu aftur þegar heimsfaraldurinn hófst. Þá vó samt upp á móti að Íslendingar fóru þá að ferðast um landið. Aukin sala í fyrra skrifast að hluta til á að túristum fjölgaði hér á ný," segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðinnar, um áhrif ferðaþjónustunnar á reksturinn í tilefni hlutafjárútboðs fyrirtækisins sem hefst eftir helgi.