Leita að flugi til London og hóteli á Tenerife

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners
Íslendingar nýta helst Google til að finna upplýsingar um flug til London. Mynd: Julian Love - London and Partners

Þeir Íslendingar sem nýta Google þessa dagana til að skipuleggja utanlandsferðir leita helst að gistingu við Costa Adeje á suðvesturströnd Tenerife. Þar á eftir koma borgirnar London, Kaupmannahöfn, París og Berlín.

Það eru aftur á móti fáir sem leita að flugi til Tenerife með hjálp Google. Nafn spænsku eyjunnar kemur ekki einu sinni fyrir á listanum yfir þá 44 áfangastaði sem notendur leitarvélarinnar hér á landi horfa helst til í leit að flugmiðum.

Þar er London í fyrsta sæti, París í öðru og Kaupmannahöfn í því þriðja. Síðan koma Alicante og Amsterdam.