Minna á vegabréfin fyrir ferðalög sumarsins

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Útgáfa á vegabréfum hefur aukist síðustu mánuði í takt við að fjölgun ferða Íslendinga út í heim nú þegar sóttvarnaraðgerðir hafa að mestu verið felldar út gildi. Alla vega í okkar heimshluta.

Það eru þó vafalítið einhverjir sem hafa nú þegar bókað farmiða til útlanda en eru ennþá með útrunnið vegabréf heima í skúffu. Og starfsmenn Þjóðskrár skora á þennan hóp að sækja um nýjan passa sem fyrst eins og hér er farið yfir.