Nýr keppinautur í flugi milli London og New York

Þotur Norse hefja sig brátt til flugs. Mynd: Norse Atlantic Airways

Norska lágfargjaldaflugfélagið Norse Atlantic Airways ætlar að taka upp þráðinn í áætlunarflugi yfir Atlantshafið þar sem Norwegian skildi við hann. Núna einbeitir það síðarnefnda sér nefnilega að ferðum innan Evrópu og hefur losa sig því við Boeing breiðþoturnar sem nýttar voru í áætlunarferðir frá Evrópu til Norður-Ameríku árin fyrir heimsfaraldur.

Norse hefur leigt hluta þessara flugvéla og stefnir á jómfrúarferðirnar frá Ósló til New York York, Los Angeles og Fort Lauderdale innan skamms. Í gær hóf félagið svo sölu á flugferðum frá Gatwick í London til JFK flugvallar í New York.

Þar með fær Icelandair aukna samkeppni á þessari leið því þotur íslenska félagsins fljúga frá báðum þessum flugvöllum en farþegarnir verða þó að millilenda á Keflavíkurflugvelli á leiðinni. Play býður svo upp á ferðir milli Stansted í London og Stewart flugvallar við New York borg.