Óbólusettir komast til Spánar

Frá Mallorca. Mynd: Lindsay Lenard / Unsplash

Stjórnendur breskra ferðaskrifstofa hafa í dag fagnað ákvörðun stjórnvalda á Spáni um opna landið fyrir óbólusettum einstaklingum, búsettum í löndum utan Evrópusambandsins. Þar með geta Bretar, sem ekki eru að fullu bólusettir fyrir Covid-19, ferðast til Spánar í sumar svo lengi sem þeir framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi við komuna.

Önnur aðildarríki ESB hafa flest hver breytt sínum reglum í þessa átt en spænsk yfirvöld hafa hins vegar haldið fast í þá kröfu að eingöngu þeir bólusettu fái að heimsækja landið.

Þeir bólusettu verða eftir sem áður að sýna bólusetningarskírteini við komuna til Spánar.