Allt frá því að Wow Air varð gjaldþrota fyrir þremur árum síðan þá hafa Wizz Air og Easyjet skipst á að vera í öðru sæti yfir umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli. Á þeim lista er Icelandair sem fyrr með yfirburðastöðu og nú er Play komið í annað sætið.